Um Fluglæknasetrið
Fluglæknasetrið er „Aero Medical Center (AeMC)“
Á Fluglæknasetrinu gera fluglæknar allar heilbrigðisskoðanir á atvinnuflugmönnum, flugvélstjórum, flugumferðarstjórum, einkaflugmönnum, flugfreyjum/þjónum, svifflugmönnum og öðrum sem þurfa heilbrigðisvottorð til þess að mega stunda flug, allt samkvæmt reglum evrópsku flugmálastofnunarinnar EASA (1178/2011)
Einn fluglæknir hjá okkur gerir heilbrigðisskoðun fyrir öll bandarísk réttindi flugmanna (FAA) og þarf að panta þá skoðun sérstaklega.
-
Allir sem eru að hefja nám í atvinnuflugi á Reykjavíkursvæðinu þurfa 1. flokks heilbrigðisvottorð útgefið eftir skoðun fluglæknis hjá Fluglæknasetrinu Álftamýri 1 1h, 108 Reykjavík.
- Fluglæknasetrið hefur leyfi Samgöngustofu til þess að gefa 1. flokks heilbrigðisvottorð út í fyrsta skipti.
Fluglæknar Fluglæknasetursins endurnýja líka öll heilbrigðisvottorð fyrir flugmenn, flugumferðarstjóra og aðra flugliða (freyjur og þjóna), munið bara að panta tíma með góðum fyrirvara.