Um Fluglæknasetrið

Fluglæknasetrið er „Aero Medical Center (AeMC)“

Á Fluglæknasetrinu gera fluglæknar allar heilbrigðisskoðanir á atvinnuflugmönnum, flugvélstjórum, flugumferðarstjórum, einkaflugmönnum, flugfreyjum/þjónum, svifflugmönnum og öðrum sem þurfa heilbrigðisvottorð til þess að mega stunda flug, allt samkvæmt reglum evrópsku flugmálastofnunarinnar EASA (1178/2011)

Einn fluglæknir hjá okkur gerir heilbrigðisskoðun fyrir öll bandarísk réttindi flugmanna (FAA) og þarf að panta þá skoðun sérstaklega.

  • Allir sem eru að hefja nám í atvinnuflugi á Reykjavíkursvæðinu þurfa 1. flokks heilbrigðisvottorð útgefið eftir skoðun fluglæknis hjá Fluglæknasetrinu Álftamýri 1 1h, 108 Reykjavík.
  • Fluglæknasetrið hefur leyfi Samgöngustofu til þess að gefa 1. flokks heilbrigðisvottorð út í fyrsta skipti.

Fluglæknar Fluglæknasetursins endurnýja líka öll heilbrigðisvottorð fyrir flugmenn, flugumferðarstjóra og aðra flugliða (freyjur og þjóna), munið bara að panta tíma með góðum fyrirvara.

Panta tíma
Vefgátt Fluglæknaseturs

Hér er hægt að fylla úr eyðublöð rafrænt fyrir skoðun.

Einnig er hægt að nálgast eyðublöð til útprentunar hér.

Opnunartími Fluglæknaseturs
  • Mánudagar 10:00 - 17:00
  • Þriðjudagar 9:00 - 13:00
  • Miðvikudagar 9:00 - 15.30
  • Fimmtudagar 10:00 - 14.00
  • Föstudaga lokað
Athugið að opnunartími getur breyst með litlum fyrirvara

Staðsetning:

Álftamýri 1-5 | Læknastofur Austurbæjar | 108 - Reykjavík